Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 6. október 2003 kl. 13:31

ÍRB með fimm Norðurlandameistaratitla

Garpahópur á vegum ÍRB en það eru sundmenn eldri en 25 ára gerði góða ferð á Norðurlandameistaramót garpa í sundi sem haldið var í Hafnafirði núna um síðustu helgi.  Alls hlutu liðsmenn ÍRB 12 verðlaun þ.e. 5 gull, 5 silfur og 2 brons.  Þórður Óskarsson varð meistari í 100 m. bringusundi,  Jóhann Björnsson varð meistari í 100 metra flugsundi og Eðvarð Þór Eðvarðsson varð meistari í 50 og 100 m. baksundi og 100 m. fjórsundi.
Alls syntu 9 sundmenn fyrir ÍRB á þessu móti og hafði þjálfari hópsins, Örn Arnarson, það á orði að þrátt fyrir ágætis árangur gætu liðsmenn bætt sig eitthvað,  ef að þeir gætu tileinkað sér nútíma tækni.  Við fáum að sjá hvort liðsmenn hlusti á þjálfarann, því í byrjun maí tekur hópurinn þátt í Íslandsmeistaramóti Garpa.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024