Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB í 3. sæti á bikarmóti SSÍ
Mánudagur 4. júlí 2005 kl. 10:18

ÍRB í 3. sæti á bikarmóti SSÍ

ÍRB lenti í 3. sæti á bikarkeppni Sundsambands Íslands sem fór fram um helgina.

ÍRB hlaut 23.377 stig og var á eftir Sundfélaginu Ægi og SH.

Úrslitin eru ásættanleg fyrir ÍRB-liða þar sem nokkrir sterkustu leikmenn félagsins eru í Ítalíu á Ólympíuleikum æskunnar. Stefnan er sett á að vinna bikarinn að ári og segja þeir að það sé hægur leikur ef allir leggjast á eitt og koma tilbúnir til leiks.

Sundmenn ÍRB eru nú komnir í sumarfrí, en æfingar hefjast að nýju í byrjun ágúst.

Mynd: ÍRB-krakkar á AMÍ mótinu fyrr í sumar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024