SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Íþróttir

ÍRB hafnaði í 2. sæti bikarkeppni kvenna
Sunnudagur 13. mars 2011 kl. 13:11

ÍRB hafnaði í 2. sæti bikarkeppni kvenna

Ægir og SH urðu í gærkvöldi bikarmeistarar í sundi en keppt var í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Ægir sigraði í 1. deild kvenna og SH í 1. deild karla. Aðeins örfá stig skildu að Ægi og ÍRB í 1. deild kvenna en hlutskipti ÍRB varð annað sætið. Í 1. deild karla hafnaði ÍRB í 5. sæti.??KR hafnaði í neðsta sæti í báðum deildum en heldur sæti sínu hjá báðum kynjum. Sigurvegararnir í 2. deild, Fjölnir og Óðinn, fengu færri stig en KR og komast því ekki upp í 1. deild að þessu sinni.

Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi og Ragnheiður Ragnarsdóttir KR áttu stigahæstu sund mótsins og fengu fyrir þau 741 stig.


Úrslit í 1. deild kvenna:
1. Ægir 14.532 stig
2. ÍRB 14.468 stig
3. SH 12.681 stig
4. ÍA 11.621 stig
5. Óðinn 11.518 stig
6. KR 10.924 stig

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25


Úrslit í 1. deild karla:
1. SH 14.857 stig
2. Ægir 13.784 stig
3. Fjölnir 11.328 stig
4. ÍA 11.151 stig
5. ÍRB 11.108 stig
6. KR 9.994 stig





Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson