Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB hafnaði í 2. sæti bikarkeppni kvenna
Sunnudagur 13. mars 2011 kl. 13:11

ÍRB hafnaði í 2. sæti bikarkeppni kvenna

Ægir og SH urðu í gærkvöldi bikarmeistarar í sundi en keppt var í Vatnaveröld í Reykjanesbæ. Ægir sigraði í 1. deild kvenna og SH í 1. deild karla. Aðeins örfá stig skildu að Ægi og ÍRB í 1. deild kvenna en hlutskipti ÍRB varð annað sætið. Í 1. deild karla hafnaði ÍRB í 5. sæti.??KR hafnaði í neðsta sæti í báðum deildum en heldur sæti sínu hjá báðum kynjum. Sigurvegararnir í 2. deild, Fjölnir og Óðinn, fengu færri stig en KR og komast því ekki upp í 1. deild að þessu sinni.

Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi og Ragnheiður Ragnarsdóttir KR áttu stigahæstu sund mótsins og fengu fyrir þau 741 stig.


Úrslit í 1. deild kvenna:
1. Ægir 14.532 stig
2. ÍRB 14.468 stig
3. SH 12.681 stig
4. ÍA 11.621 stig
5. Óðinn 11.518 stig
6. KR 10.924 stig

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Úrslit í 1. deild karla:
1. SH 14.857 stig
2. Ægir 13.784 stig
3. Fjölnir 11.328 stig
4. ÍA 11.151 stig
5. ÍRB 11.108 stig
6. KR 9.994 stig





Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson