ÍRB gerir samning við HS Orku og HS Veitur
HS Orka hf. og HS Veitur hf. annars vegar og Sundráð ÍRB hins vegar hafa gert með sér samning sem felur í sér að HS Orka og HS Veitur styðja Sundráð ÍRB. Júlíus Jón Jónsson, forstjóri HS Orku, og Guðmundur Jón Bjarnason, formaður Sundráðs ÍRB, undirrituðu samninginn í höfuðstöðvum HS Orku í gær.
„HS Orka og HS Veitur hafa í gegnum tíðina lagt til það sem skiptir okkur mestu máli, þ.e.a.s. vatn í laugarnar og í þeim skilningi má sannarlega segja að bæði fyrirtækin hafi haldið sundmönnum ÍRB á floti,“ sagði Guðmundur. „Með þessu samkomulagi styðja fyrirtækin enn frekar við bakið á okkur. Fyrir það erum við ákaflega þakklát og munum við gera okkar besta til þess að nýta stuðning HS Orku og HS Veitna til að efla enn frekar það góða starf sem hefur verið rekið á vettvangi sundíþróttarinnar í Reykjanesbæ í marga áratugi.“
Mynd - umfn.is