Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

ÍRB eru aldursflokkameistarar 2014
Þriðjudagur 17. júní 2014 kl. 12:16

ÍRB eru aldursflokkameistarar 2014

Miklir yfirburðir á heimavelli

Aldursflokkameistaramót Íslands í sundi var haldið í Reykjanesbæ um helgina og fór lið ÍRB með öruggan sigur af hólmi á heimavelli. ÍRB vann stigakeppnina með 1069,5 stig, en í öðru sæti var lið Ægis með 536 stig og í þriðja sæti var lið SH með 458 stig. ÍRB átti stóran hóp verðlaunahafa og þar af marga aldursflokkameistara. Fjögur aldursflokkamet voru slegin á mótinu en þar voru liðsmenn ÍRB á ferðinni.

Karen Mist Arngeirsdóttir sló Íslandsmetið í 50 og 100 m bringusundi í Telpnaflokki. Boðsundsveit ÍRB í Telpnaflokki sló Íslandsmetið í flokknum í 4x50 m fjórsundi og 4x100 m fjórsundi. Sveitina skipuðu þær Eydís Ósk Kolbeinsdóttir, Karen Mist Arngeirsdóttir, Gunnhildur Björg Baldursdóttir og Stefanía Sigurþórsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á lokahófi ÍRB fengu nokkrir sundmenn sem sköruðu fram úr verðlaun en frá ÍRB voru það Eva Margrét Falsdóttir sem var stigahæsta Hnátan, Diljá Rún Ívarsdóttir sem var stigahæsta Meyjan og Sunneva Dögg Friðriksdóttir sem var stigahæsta Stúlkan. Már Gunnarsson fékk styrk úr minnigarsjóði Ólafs Þórs Gunnlaugssonar.

Þjálfararnir Eðvarð Þór, Anthony og Steindór.