Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • ÍRB Aldursflokkameistarar sjötta árið í röð
  • ÍRB Aldursflokkameistarar sjötta árið í röð
    Sunneva Dögg Friðriksdótti var stigahæsta stúlkan á mótinu.
Mánudagur 27. júní 2016 kl. 09:46

ÍRB Aldursflokkameistarar sjötta árið í röð

Sunneva Dögg stigahæsta stúlkan á mótinu

Sundlið ÍRB varð Aldursflokkameistari liða á AMÍ 2016 og það sjötta árið í röð. Mótið var haldið á Akranesi nú um helgina 24.-26. júní. ÍRB vann nokkuð öruggan sigur, náði að landa 576 stigum, en í öðru sæti varð Sundfélag Hafnarfjarðar með 418 stig.  Í þriðja sæti varð svo Sunddeild Breiðablik með 381 stig. Alls tóku 16 félög þátt í mótinu.

Aldursflokkaverðlaun einstaklinga eru veitt þeim keppendum sem ná bestum samanlögðum árangri í sínum stigahæstu greinum í samræmi við stigatöflu FINA í flokki pilta og stúlkna og í flokkum drengja og telpna.  Í flokki stúlkna með samtals 1379 stig fyrir 400m skriðsund og 100 metra skriðsund, varð Sunnea Dögg Friðriksdóttir úr ÍRB Aldursflokkameistari en hún var stigahæsta stúlkan á mótinu. Már Gunnarsson hjá ÍRB hlaut svo sérstakan styrk fyrir afrek sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

ÍRB AMÍ 2016