Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍRB á sterku sundmóti
Fimmtudagur 8. júní 2006 kl. 13:36

ÍRB á sterku sundmóti

ÍRB liðar taka nú þátt í sterku alþjóðlegu sundmóti í Canet í Frakklandi þar sem þau Birkir Már Jónsson, Erla Dögg Haraldsdóttir, Gunnar Örn Ólafsson, Helena Ósk Ívarsdottir, Hilmar Pétur Sigurðsson og Jóna Dagbjört Pétursdóttir tóku þátt ásamt Steindóri Gunnarssyni þjálfara.
Mótið er hluti af Mare Nostrum mótaröðinni sem fer fram í Canet, Barcelona og Mónakó og náðu Suðurnesjasundmenn ágætum árangri.

Hilmar Pétur og Birkir Már komust í B-úrslit í 200m flugsundi þar sem Birkir náði 4. sæti og Hilmar því 8. Erla Dögg komst líka í B-úrslit í 200m bringusundi þar sem hún lenti í 5. sæti og náði sínum besta tíma í greininni í nokkurn tíma. Í B-úrslitum eru þeir keppendur sem eru í 9.-16. sæti í undanrásum.
Steindór þjálfari var sáttur við árangurinn þó ekki hafi sundmennirnir verið að ná toppárangri. Mótinu lýkur í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024