ÍR mætir í Ljónagryfjuna í kvöld
Njarðvík tekur á móti ÍR í Intersport-deildinni í kvöld. ÍR eru ekki öfundsverðir af því að mæta í Ljónagryfjuna því Njarðvíkingar hafa spilað afar vel í síðustu leikjum og slógu Keflvíkinga m.a. út úr bikarkeppninni á dögunum.
Grindavík sækir Hamar/Selfoss heim og á þar harma að hefna því H/S vann bikarviðureign liðanna um síðustu helgi.
Stórleikur umferðarinnar er á mánudaginn þar sem Keflavík og Snæfell mætast í Sláturhúsinu, en Keflvíkingar eru uppteknir í Evrópukeppni í kvöld.
Grindavík sækir Hamar/Selfoss heim og á þar harma að hefna því H/S vann bikarviðureign liðanna um síðustu helgi.
Stórleikur umferðarinnar er á mánudaginn þar sem Keflavík og Snæfell mætast í Sláturhúsinu, en Keflvíkingar eru uppteknir í Evrópukeppni í kvöld.