Ipswich Town býður Óskari samning
Eins og við sögðum frá í gær var fulltrúi frá enska knattspyrnufélaginu Ipswich Town í heimsókn í Grindavík til að ræða við hinn unga markvörð Grindvíkinga, Óskar Pétursson.
Samkvæmt Morgunblaðinu í morgun barst tilboð frá Ipswich í Óskar. Tilboðið frá enska félaginu er til tveggja ára og mun markvörðurinn ungi fara ásamt föður sínum til Englands í næsta mánuði til að skoða aðstæður hjá félaginu og í kjölfarið verður tekið ákvörðun um tilboðið.
Mynd fengin af www.umfg.is : Óskar ásamt fulltrúa Ipswich í gær.