Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 18. desember 2003 kl. 21:22

Intersport-deildin:Njarðvík tapar illa á heimavelli

Narðvík tapaði fyrir Tindastóli í Ljónagryfjunni í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu ágætlega, en í öðrum leikhluta var farið að bera á andleysi og einbeitingarleysi sem leiddi til þess að gestirnir voru yfir í hálfleik, 42-43. Leikur Njarðvíkinga batnaði lítið sem ekkert í seinni hálfleik og fyrir síðasta leikhluta héldu gestirnir eins stigs forystu, 67-68. Ekki stóð steinn yfir steini í leik heimamanna undir lokinn og unnu Stólarnir loks sanngjarnan sigur 87-91.

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Narðvíkur, var öskuillur í leikslok og vandaði sínum mönnum ekki tóninn. "Þetta var bara ömurlegt. Maður uppsker eins og maður sáir í þessu, og þeir lögðu lítið í þennan leik og uppskáru ekkert. Friðrik Stefánsson var sá eini sem kom til að spila í kvöld en hinir voru ekki að spila sem lið. Svona gerist þegar menn halda að þeir séu betri en þeir eru í raun."

Brandon Woudstra var stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig, Brenton skoraði 19, Páll Kristinsson setti 13 stig og tók jafnmörg fráköst. Friðrik skoraði 12 stig og tók 10 fráköst.

Clifton Cook skoraði 29 stig fyrir Stólana, Nick Boyd skoraði 22 og tók 13 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024