Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Inkasso-deild kvenna: Glæstur Keflavíkursigur á Haukum
Föstudagur 6. júlí 2018 kl. 22:05

Inkasso-deild kvenna: Glæstur Keflavíkursigur á Haukum

Keflavík vann í kvöld glæstan sigur á Haukum í toppbaráttunni í Inkasso-deild kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Keflavíkurstúlkur voru 4:0 yfir í hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu.
 
Marín Rún Guðmunds­dótt­ir hóf markaveisluna fyrir Keflavík, Haukar bættu svo um betur með sjálfsmarki og Anita Lind Daníelsdóttir geirnegldi þetta fyrir leikhlé og bætti við fjórða marki Keflavíkur.
 
Haukar lifnuðu aðeins við um miðjan síðari hálfleik og skoruðu tvö mörk á stuttum kafla í leiknum. Eva Lind Daníelsdóttir, sem var nýkomin inná sem varamaður, innsiglaði svo glæstan sigur Keflavíkur með fimmta marki liðsins og tryggði þannig stöðuna hjá Keflavík á toppi Inkasso-deildarinnar. Þar eru Keflavíkurstúlkur efstar með 19 stig eftir 7 leiki. Næstu lið eru ÍA og Fylkir með 15 stig.
 
Eitthvað fór það í pirrurnar á Haukum að vera undir í leiknum og fékk t.a.m. annar aðstoðardómari leiksins reglulega að heyra það bæði frá þjálfara og markverði Hauka. Algjörlega til skammar fyrir Hauka sá fúkyrðaflaumur sem var viðhafður. 
 
Ljósmyndari Víkurfrétta, Hilmar Bragi, tók meðfylgjandi myndir á leiknum á Nettóvellinum í Keflavík nú í kvöld.

 
Public deli
Public deli

Glæstur sigur Keflavíkur á Haukum 5:2