Ingvi Þór á skólastyrk til St. Louis
Körfuknattleiksmaðurinn og leikmaður Grindavíkur, Ingvi Þór Guðmundsson mun leika körfubolta í bandaríska háskólaboltanum næsta vetur en hann skrifaði undir samning við St. Louis háskólann í vikunni en Ingvi mun stunda nám og spila körfubolta á skólastyrk.
Jón Axel, bróðir Ingva leikur með Davidson háskólanum í körfu í A10 deildinni og er St. Louis einnig í sömu deild þannig að líkur eru á því að þeir bræður muni mætast á vellinum næsta vetur.
Ingvi Þór er fæddur 1998, í vetur skoraði hann tæp 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 3,5 stoðsendingar að meðaltali í leik með Grindavík. Guðmundur Bragason, faðir Ingva, greinir frá þessu á Facebook síðunni sinni.
Mynd: Guðmundur Bragason.