Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingvi Rafn samdi til þriggja ára
Þriðjudagur 12. júlí 2005 kl. 16:54

Ingvi Rafn samdi til þriggja ára

Knattspyrnumaðurinn knái hjá Keflavík, Ingvi Rafn Guðmundsson, skrifaði í gær undir nýjan þriggja ára samning við félagið.

Ingvi, sem kunnugt er, fótbrotnaði illa fyrr í sumar í leik gegn ÍBV og verður ekki meira með á þessu tímabili.

Það er mikill fengur fyrir Keflavík að Ingvi hafi framlengt samning sinn við félagið enda um einn efnilegasta knattspyrnumann landsins að ræða. Ingvi er 21 árs að aldri og hefur leikið með Keflavík allan sinn feril.

VF-mynd/ Ingvi í leik gegn Fylki

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024