Ingvi Rafn á skotskónum
Ingvi Rafn Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur, skoraði fyrir U-21 árs landsliðið gegn Króötum í Króatíu í dag. Ingvi kom íslenska liðinu 1-0 yfir undir lok fyrri hálfleiks en heimamenn jöfnuðu í uppbótartíma fyrri hálfleiksins. Króatar skoruðu síðan sigurmarkið rúmlega 10 mínútum fyrir leikslok og þar við sat, 2-1 fyrir Króötum.
VF-Mynd/Héðinn: Ingvi Rafn í leik gegn ÍBV á Keflavíkurvelli síðasta sumar