Ingvi í aðgerð til Hollands
Ingvi Rafn Guðmundsson, leikmaður Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu, heldur til Hollands í september þar sem hann mun undirgangast aðgerð við þeim meiðslum sem hann hlaut í leik gegn ÍBV í fyrra.
Bati Ingva hefur ekki gengið eins og búist var við en talið var að það myndi taka hann 3-4 mánuði að jafna sig sem nú er orðið töluvert lengra.
Ingvi sagði í samtali við mbl.is að hann væri orðinn þreyttur á ástandinu en liti framtíðina björtum augum.
www.mbl.is