Ingvar yfirgefur Njarðvík
Njarðvík og Stjarnan hafa komist að samkomulagi um félagsskipti Ingvars Jónssonar markvarðar meistaraflokks. Ingvar, sem átti eftir eitt ár af samningi sínum við Njarðvík, er nýorðin 21 árs hefur verið aðalmarkvörður Njarðvíkur síðustu þrjú árin. Frammistaða hans hefur vakið mikla athygli og höfðu nokkur úrvalsdeildarfélög samband við kappann. Ingvar hefur leikið upp alla yngri flokka hjá Njarðvík og einnig á hann að baki 1 leik með U21 landsliði Íslands og 3 með U19 ára liðinu.
Ingvar hefur leikið alls 65 leiki í 1 og 2 deild, 5 bikarleik og 18 leiki í deildarbikar með Njarðvik síðan 2006.
Þetta kemur fram á umfn.is