Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingvar lék sinn fyrsta landsleik
Mánudagur 28. apríl 2008 kl. 16:04

Ingvar lék sinn fyrsta landsleik

Markvörðurinn Ingvar Jónsson frá Njarðvík lék sinn fyrsta landsleik í gær þegar hann kom inn á sem varamarkvörður í U 19 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Ingvar kom inn fyrir Ögmund Kristinsson í 2-3 sigri Íslands gegn Norðmönnum í Noregi.
 
Ingvar er sjötti Njarðvíkingur sem leikur landsleik en áður hafa þeir Alexander Magnússon, Einar Oddsson, Haukur Örn Harðarson, Kristinn Björnsson og Óskar Örn Hauksson leikið landsleiki með unglingalandsliðum Íslands. Reyndar hefur Frans Elvarsson leikið landsleik en hann lék sinn fyrsta sem leikmaður Sindra.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024