Ingvar Jónsson skiptir um félag
Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson hefur gengið til liðs við Sandefjord í norsku B-deildinni en hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Markvörðurinn Ingvar var á mála hjá Start í Noregi áður en þar dvaldi hann talsvert á bekknum. Ingvar var svo á láni hjá Sandnes Ulf síðari hlutann af síðasta tímabili. Fótbolti.net greinir frá.
Ingvar hefur verið í hópi íslenska landsliðsins að undanförnu en hann lék síðast með Stjörnunni hérlendis áður en hann fór í atvinnumennsku.