Ingvar Jónsson fer til Noregs
Njarðvíkingurinn Ingvar Jónsson hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Start. Markvörðurinn Ingvar sem var kjörinn besti leikmaður Ísandsmótsins í sumar, hefur leikið hefur með Stjörnunni í Garðabæ undanfarin ár, þar sem hann varð Íslandsmeistari í sumar. Keflvíkingurinn Haraldur Guðmundsson lék með norska liðinu Start um skeið en hann er einmitt mágur Ingvars. Önnur lið voru inn í myndinni en þeirra á meðal var Norrköping í sænsku deildinni, en Arnór Ingvi Traustason leikur einmitt með því liði.
Viðtal: Stoltur af því að vera úr Njarðvík