Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingvar Guðmundsson tekur við 2. flokki
Föstudagur 5. janúar 2007 kl. 12:05

Ingvar Guðmundsson tekur við 2. flokki

Knattspyrnuþjálfarinn Ingvar Guðmundsson hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá 2. flokki karla við knattspyrnudeild Keflavíkur. Ingvar lék um árabil með Keflvíkingum ásamt því að leika með yngri flokkum félagsins. Ingvar lék 104 leiki fyrir Keflavík í efstu deild og skoraði í þeim 10 mörk.

 

Ingvar lék einnig með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands en lagði skóna á hilluna árið 1993. Ingvar er menntaður íþróttakennari.

 

www.keflavik.is

 

VF-mynd/ Jón Örvar Arason

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024