Ingibjörg Yrsa í U-19 ára liði Íslands
Um komandi helgi fara fram úrtaksæfingar hjá U17 og U19 kvenna og verða þær í Kórnum og Egilshöllinni. Landsliðsþjálfararnir, Þorlákur Árnason og Ólafur Þór Guðbjörnsson, hafa valið leikmenn fyrir þessar æfingar. Ein stúlka úr Grindavík eru í æfingarhóp 19 ára liðsins en það er Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir sem áður hefur leikið fyrir 17 ára liðið.
Ingibjörg Yrsa sem er miðjumaður er fædd árið 1994 og hefur hún nú þegar leikið yfir 30 leiki fyrir meistaraflokk hjá Grindavík. Þess má geta að Ingibjörg Yrsa lék með unglingalandsliði Íslands í körfubolta síðastliðinn vetur og því ljóst að þarna er mikil íþróttakona á ferð.