Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingibjörg tryggði jafntefli
Þriðjudagur 13. mars 2018 kl. 06:00

Ingibjörg tryggði jafntefli

Knattspyrnukonan og Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir kom liði sínu Djurgården áfram í sænsku deildinni í knattspyrnu en liðið mætti Pitea í lokaumferð riðlakeppni bikarsins á dögunum. Djurgården nægði jafntefli til þess að komast áfram og skoraði Ingibjörg jöfnunarmark liðsins á síðustu sekúndu leiksins og þar með er liðið komið áfram í næstu umferð. Guðbjörg Gunnarsdóttir, samherji Ingibjargar birti mynd af liðinu á Instagram þar sem þær fögnuðu jafnteflinu.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024