Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingibjörg skoðar sig um hjá ítölskum meisturum
Föstudagur 24. nóvember 2017 kl. 06:00

Ingibjörg skoðar sig um hjá ítölskum meisturum

Fyrrum leikmaður Grindavíkur og landsliðskona í knattspyrnu, Ingibjörg Sigurðardóttir, er þessa dagana á Ítalíu að skoða aðstæður hjá ítölsku meisturunum í Fiorentina. Þetta kemur fram á fotbolti.net.

Ingibjörg hefur staðið sig vel með íslenska landsliðinu undanfarin misseri og hafa fleiri lið áhuga á að fá hana til liðs við sig. Í haust reyndi sænska liðið Kristianstad meðal annars að fá Ingibjörgu í lið sitt. Hún hefur spilað með Breiðablik frá árinu 2012 en fyrir það lék hún með uppeldisfélaginu sínu Grindavík.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024