Ingibjörg og María í U 18 hópnum
Þær Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, leikmaður UMFN, og María Ben Erlingsdóttir, leikmaður Keflavíkur, verða í U 18 ára körfuknattleikslandsliðinu sem heldur til Bosníu í ágúst.
Liðið tekur þátt í B deild Evrópukeppninnar sem fram fer í Bosníu en Ágúst Björgvinsson er þjálfari liðsins.
Eftirtaldir leikmenn skipa hópinn:
Nafn Félag Hæð Staða Landsleikir
4 Helena Sverrisdóttir Haukar 184 Bakvörður 47
5 Sara Ólafsdóttir Haukar 170 Bakvörður 9
6 Ragnheiður Theodórsdóttir Haukar 174 Bakvörður 13
7 Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir UMFN 176 Bakvörður 33
8 Bára Hálfdanardóttir Haukar 180 Framherji 18
9 Berglind Anna Magnúsdóttir UMFG 170 Bakvörður 5
10 Sonja Ólafsdóttir Haukar 175 Bakvörður Nýliði
11 Pálína Gunnlaugsdóttir Haukar 170 Bakvörður 21
12 Sigrún Ámundadóttir Haukar 180 Miðherji 5
13 Helga Einarsdóttir UMFT 184 Framherji 14
14 Guðrún Ámundarsdóttir Haukar 177 Framherji 9
15 María Ben Erlingsdóttir Keflavík 184 Miðherji 38
VF-mynd/ Ingibjörg í leik með Njarðvík á síðasta leiktímabili