Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingibjörg komin til Svíþjóðar
Mánudagur 11. desember 2017 kl. 11:17

Ingibjörg komin til Svíþjóðar

Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona í knattspyrnu og fyrrverandi leikmaður Grindavíkur, er gengin til liðs við Djurgården, en þetta kemur fram á mbl.is.
Ingibjörg lék afar vel með íslenska landsliðinu á EM í Hollandi í sumar og hefur verið að líta í kringum sig og fengið nokkur tilboð frá liðum í Evrópu en hún hafnaði nýlega tilboði frá Fiorentina frá Ítalíu. Samningur Ingibjargar er til tveggja ára og leikur Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024