Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ingibjörg gengur til liðs við Keflavík
Miðvikudagur 4. ágúst 2010 kl. 15:51

Ingibjörg gengur til liðs við Keflavík


Grindavíska körfuknattleikskonan Ingibjörg Jakobsdóttir hefur skrifað undir tveggja ára samning við lið Keflavíkur. Ingibjörg sleit krossbönd snemma á síðasta keppnistímabili sem gerði það að verkum að hún lék ekki meira með liðinu. Ingibjörg er óðum að ná sér af meiðslum sínum og gert er ráð fyrir að hún verði búin að ná sér að fullu þegar næsta leiktíð hefst.

Ingibjörg er nýorðin tvítug, 173 cm á hæð og á að baki 12 A-landsleiki með kvennalandsliði Íslands. Einnig hefur hún spilað með 18 ára og 16 ára landsliðunum. Hún mun koma til með að styrkja kvennalið Keflavíkur í baráttunni næstu tímabil

www.grindavik.is greinir frá þessu.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024