Ingibjörg á skotskónum með Djurgården
Knattspyrnukonan og Grindvíkingurinn Ingibjörg Sigurðardóttir skoraði á dögunum með Djurgården í sínum fyrsta mótsleik og í fyrstu umferð sænsku deildarinnar. Ingibjörg gekk til liðs við Djurgården í desember í fyrra en í viðtali við Víkurfréttir í desember sl. segir hún meðal annars að hún hafi alltaf ætlað sér að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Tímabilið er nýhafið í Svíþjóð og það verður spennandi að fylgjast með Ingibjörgu á næstu mánuðum.