Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍM 50 um helgina
Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 11:03

ÍM 50 um helgina

Íslandsmeistaramótið í 50 m. laug í sundi hefst í Laugardal í dag og mun keppni standa fram á sunnudag. ÍRB sendir fjölda keppenda á mótið eða alls 38 sundmenn.
Þau Erla Dögg Haraldsdóttir, Árni Már Árnason og Birkir Már Jónsson munu öll reyna við Ólympíulágmörk á mótinu.
 
Erla Dögg Haraldsdóttir mun reyna við Ólympíulágmarkið í 200m. fjórsundi og 100m. bringusundi. Til þess að ná ólympíulágmarkinu þarf Erla að setja Íslandsmet í báðum greinum. Það verður þvi nóg um að vera í Laugardal um helgina og tilvalið að gera sér ferð í dalinn og styðja við bakið á ÍRB.
 
VF-Mynd/ Stefán Þór Erla Dögg mun láta til sín taka í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024