Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Igor og Petrúnella kát í leikslok
Sunnudagur 24. febrúar 2008 kl. 21:02

Igor og Petrúnella kát í leikslok

Petrúnella Skúladóttir hrökk heldur betur í gang fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum gegn Haukum í körfuknattleik í dag. Grindavíkurkonur unnu í dag sinn fyrsta bikarmeistaratitil í sögu félagsins í kvennaflokki með 10 stiga sigri á Haukum 77-67. Leikurinn var jafn og spennandi en Grindvíkingar reyndust sterkari í síðari hálfleik og þá fór Petrúnella Skúladóttir á kostum í leiknum.

 

,,Við urðum bara ákveðnari í síðari hálfleik og við ætluðum okkur bikarmeistaratitilinn og ég ætlaði mér ekki að fara út úr þessu húsi án þess að taka titilinn,” sagði Petrúnella í samtali við Víkurfréttir í leikslok en hún lauk leik í dag með 15 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar.

 

,,Það var bara komið nóg af bikarslilfri hjá okkur og tilfinningin var ólýsanlega þegar lokaflautan gall. Ein besta tilfinning sem hægt er að upplifa held ég,” sagði Petrúnella og var ekki mjög upptekin af einstaklingsframlagi sínu í leiknum.

 

,,Ég hugsaði bara um að spila góða vörn og þá vissi ég að sóknin myndi koma að sjálfri sér,” sagði Petrúnella en við ræddum líka við þjálfarann hjá Grindavík, Igor Beljanski, sem var ekki síður kátur í leikslok.

 

,,Þetta var liðsheildin sem landaði þessum sigri hjá okkur. Í fyrri hálfleik vorum við of stressaðar og vorum ekki að leika nægilega góða vörn, vorum ekki að stíga út og hreyfa boltann nægilega vel í sókninni. Í seinni hálfleik fórum við að gera þá hluti sem við lögðum upp með og þá hafðist þetta,” sagði Igor hinn hressasti í Laugardalshöll.

 

VF-Mynd/ [email protected]Petrúnella í baráttunni gegn Telmu B. Fjalarsdóttur í Haukum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024