Igor besti þjálfarinn: Tiffany og Jovana í úrvalsliðinu
Þrír Grindvíkingar voru í dag verðlaunaðir fyrir góðan árangur í umferðum 10-17 í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Igor Beljanski þjálfari Grindavíkurkvenna var valinn besti þjálfari umferðanna og landsliðsmiðherjinn Signý Hermannsdóttir frá Val var valinn besti leikmaður umferðanna.
Úrvalsliðið var þannig skipað:
Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík
Tiffany Roberson, Grindavík
Signý Hermannsdóttir, Val
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR
Molly Peterman, Val
VF-Mynd/ [email protected] – Úrvalsliðið ásamt Igor Beljanski lengst til vinstri og Hannesi S. Jónssyni formanni KKÍ lengst til hægri.