Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Iðkendur HFR stóðu sig með prýði
Mánudagur 3. mars 2014 kl. 08:13

Iðkendur HFR stóðu sig með prýði

Laugardaginn 1. mars tóku sjö keppendur frá Hnefaleikafélagi Reykjaness þátt í Diploma móti í Hafnafirði. Iðkendur HFR stóðu sig með mikilli prýði og náðu framúrskarandi árangri. Diploma reglur eru ólíkar ólympískum reglum að þvi leiti að þátttakendum er gefin stig fyrir tækni og gæði í vörn, fótaburði og höggum.

Það hefur ekki tíðkast hérlendis að keppendur fái viðurkenningaskjal fyrir árangur í diploma keppni en iðkendur HFR voru meðal þeirra fyrstu að fá þessar viðurkenningar, ásamt keppendum HFH. Félagið hefur sett sér það markmið að halda þessi mót mánaðarlega og koma nýjum iðkendum að, en þessar keppnir eru helst fyrir fólk á unglingsaldri og sýna fram á færni einstaklinga gegn andstæðing.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á myndinni eru frá vinstri til hægri, Egill Fannar Ragnarsson, Arnar Smári Þorsteinsson, Friðrik Rúnar Friðriksson, Nikulás Anthony Swain, Björn Björnsson þjálfari, Árni Kristgeirsson, Margrét Guðrún Svavarsdóttir, Ína Rut Eiríksdóttir og Rannveig Ósk Smáradóttir.