Iceland Express deildirnar
Efstu deildir karla og kvenna í körfuknattleik munu heita Iceland Express-deild karla og Iceland Express-deild kvenna á komandi leiktíð en Iceland Express og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) undirrituðu samstarfssamning þess efnis á Grand Hótel í Reykjavík í dag.
Eftirfarandi segir m.a. í frétt á www.kki.is:
KKÍ væntir góðs af samstarfinu við Iceland Express og verða ferðir á vegum sambandsins með vélum Iceland Express, en aukning í fjölda áfangastaða hjá félaginu gerir KKÍ kleift að fljúga landsliðum með félaginu á Norðurlandamót og í Evrópukeppnir næstu árin.
Fyrsta umferð í IcelandExpress-deild kvenna hefst þriðjudaginn 11. október og fyrsta umferð í IcelandExpress-deild karla er fimmtudaginn 13. október.