Iceland Express deild karla hefst í kvöld
Iceland Express deild karla fer af stað í kvöld með þremur leikjum. Opnunarleikur mótsins fer fram á Selfossi en þar mæta nýliðar FSu liði Njarðvíkur. Í Grindavík taka heimamenn á móti Stjörnunni, en Stjarnan hefur styrkt leikmannahóp sinn með að fá bakvörðinn Justin Shouse til liðsins, en hann lék með liði Snæfells á síðustu leiktíð. Lokaleikur kvöldins er leikur KR og ÍR sem fram fer í DHL-höllinni í Vesturbænum.
Allir leikirnir hefjast kl. 19:15.
VF-Mynd/JJK: Grindavík og Njarðvík verða í eldlínunni í kvöld.