Íbúafundur um knattspyrnu yngri flokka
– í Sandgerði og Garði
Íbúafundur um málefni yngri flokka knattspyrnunnar í Sandgerði og Garði verður haldinn 17. september nk. kl. 19 í Grunnskólanum í Sandgerði.
Á fundinum verður kynningarfræðsla frá KSÍ, umræðuhópar og kynning á starfinu sem framundan er.
Markmið með fundinum er að efla starfsemi unglingaráðs, reyna að fjölga iðkendum og bæta utanumhald í kringum yngri flokkana.
„Við viljum gera betur og fá samfélagið með okkur. Allir geta lagt sitt af mörkum, komið með hugmyndir og sína sýn á starfið. Ef þú vilt hafa áhrif þá er þetta vettvangurinn. Saman getum við verið öflug heild og unnið vel fyrir börnin í samfélaginu okkar,“ segir í tilkynningu frá unglingaráðum Reynis og Víðis.