Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

ÍAK einkaþjálfaranemar Keilis bjóða ókeypis einkaþjálfun
Fimmtudagur 24. september 2009 kl. 16:01

ÍAK einkaþjálfaranemar Keilis bjóða ókeypis einkaþjálfun

- á Íþróttavöllum á Ásbrú.

Í tilefni af Heilsuviku í Reykjanesbæ ætlar tilvonandi útskriftahópur jól 2009, ÍAK einkaþjálfaranema Keilis, að bjóða gestum og gangandi uppá ókeypis einkaþjálfun í íþróttahúsinu á Ásbrú í dag fimmtudag klukkan 17.00-21.00.

Nemendurnir bjóða m.a. uppá líkamsstöðu- og hreyfigreiningar sem og ástandsmælingar – allt eftir því hvað fólk vill. Þá munu þeir kenna grunn æfingar. Greiningarnar sem nemendurnir nota miðast við að finna veikasta hlekk viðskiptavina (t.d. skortur á stöðuleika, vöðvaójafnvægi) og æfingar miðast að því að leiðrétta þá samhliða þeim útlitsmarkmiðum sem viðskiptavinirnir hafa. Allt miðast þetta við að hjálpa fólki að líða vel.

Allir velkomnir, skráning á staðnum.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024