Í úrvalsdeild í hálfleik - höfnuðu í 4. sæti í leikslok
Grindvíkingar munu leika áfram í 1. deild að ári. Þeir tóku á móti KA mönnum í Grindavík í síðasta leik sumarsins í gær. Þrátt fyrir sigur dugði það ekki til. Í hálfleik voru Grindvíkingar „uppi“ en undir lok leiksins bárust fréttir af öðrum vígstöðvum og draumurinn um úrvalsdeildarsæti varð að engu. Grindvíkingar höfnuðu í 4. sæti 1. deildar en það var markatala sem réð því hvaða lið komst upp því liðin í 2. til 4. sæti voru öll jöfn að stigum.
Ljósmyndari Víkurfrétta var á leiknum í gær og tók meðfylgjandi myndir.
VF-myndir: Hilmar Bragi