Í rautt að ósk stuðningsmanna sinna
Keflvíkingar léku í rauðu í gær þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við KR í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, sagði í samtali við fotbolti.net að liðið hefði spilað í rauðu að ósk Puma sveitarinnar, stuðningsmannasveitar Keflavíkur.
„Stuðningsmennirnir óskuðu eftir því að við myndum spila í rauðum búningum því þeir ætluðu að skapa rauða stemmningu í stúkunni og voru með texta við lög sem áttu að enda á bláir. Það var of líkt KR þannig að þeir vildu setja okkur í rautt til að geta sundið áfram rauðir eða eitthvað þess háttar,“ sagði Kristján við fotbolti.net.
Kristján sagði að það hefði verið lítið mál að spila í rauðu en að hann hefði viljað heyra meira í stuðningsmannasveitinni.
Tekið af www.fotbolti.net
VF-myndir/Þorgils