Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hvort Suðurnesjaliðanna fer áfram í kvöld?
Miðvikudagur 6. júní 2012 kl. 09:27

Hvort Suðurnesjaliðanna fer áfram í kvöld?



Keflvíkingar taka á móti grönnum sínum frá Grindavík í bikarkeppni KSÍ í kvöld klukkan 19:15. Leikurinn er hluti af 32 liða úrslitum en liðin áttust við á dögunum í Pepsi-deildinni og þá höfðu Keflvíkingar 4-0 sigur. Keflvíkingar töpuðu illa í síðustu umferð gegn Valsmönnum, 4-0 á útivelli, en Grindvíkingar gerðu jafntefli við topplið ÍA á heimavelli sínum.

Leikurinn fer fram á Nettó-vellinum í Keflavík og hefst kl. 19:15 eins og áður segir. Dómari leiksins verður Kristinn Jakobsson.

Mynd: Frans Elvarsson skoraði tvö gegn Grindvíkingum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024