Hvorki gengur né rekur hjá Reynismönnum
Hafa tapað öllum leikjum sínum í vetur
Sandgerðingar eru heillum horfnir í 1. deild karla í körfuboltanum. Þeir töpuðu síðasta leik sínum með 54 stiga mun, 62:116 gegn KFÍ. Reynismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með ekkert stig eftir 12 umferðir.
Í leiknum gegn KFÍ var Guðmundur Gunnarsson stigahæstur með 13 stig hjá Reynismönnum. Kristján Smárason skoraði 9 stig, Brynjar Guðnason 9 stig, Garðar Gíslason 8 stig, Ágúst Ágústsson 6 stig, Eðvald Freyr Ómarsson 6 stig, Atli Sigurbjartsson 5 stig og Róbert Arnarsson 4 stig.