Hvítir bolir í boði fyrir stuðningsmenn Keflavíkur
-200 stykki verða gefin á laugardaginn – fyrstir koma fyrstir fá
Stjórn kkd. Keflavíkur ætlar að gefa 200 hvíta boli til stuðningsmanna sem ætla að mæta á bikarúrslitaleik Keflavíkur og Grindvíkur í Poweradebikarkeppni kvenna.
Keflavík verður í hvítum búning í leiknum sjálfum og á heimasíðu Keflavíkur kemur fram að það sé tilvalið að mynda alvöru stemmningu í stúkunni og mæta í hvítu.
Þeir sem hafa áhuga á að næla sér í hvíta Keflavíkurboli geta mætt í TM-Höllina milli kl. 10:00 og 11:00 á laugardaginn en þar mun stjórn Keflavíkur gefa stuðningsmönnum sem ætla í höllina slíka boli.