Hvetur Njarðvíkinga til þess að standa saman
Lárus Ingi Magnússon, fyrrverandi körfuknattleiksdómari hefur hrint af söfnun fyrir Njarðvíkinga en hann segir á Facebook síðu sinni að margt smátt geri eitt stórt og nú ríði á að Njarðvíkingar standi saman og og hjálpi klúbbnum sínum í gegnum þetta óréttlæti.
Víkurfréttir sögðu frá því í gær að Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur þyrfti að borga ítalska körfuknattleikssambandinu 9600 evrur, eða tæpar tvær milljónir ísl. króna vegna uppeldisbóta og var Njarðvík gert að greiða uppeldisbætur fyrir þrjá liði; vegna „special transfer“ frá Njarðvík til Ítalíu þar sem Kristinn var ekki lögráða, vegna skólagöngu Kristins á Ítalíu, og vegna uppihalds hans á Ítalíu.
Þetta segir Lárus á Facebook síðu sinni:
Nú ríður á að við Njarðvíkingar stöndum saman og hjálpum klúbbnum okkar í gegnum þetta óréttlæti. Margt smátt gerir eitt stórt.
Ég ætla að leggja mitt afl á vogarskálar og skora á alla sanna Njarðvíkinga að gera slíkt hið sama. Komum Kristni á gólfið strax.
Ég hef þegar lagt inn á reikning félagsins 5.000kr og skora á aðra að gera slíkt hið sama og sýna Kidda og félaginu með því að við erum sannir stuðningsmenn í blíðu og stríðu.
Reikningsnúmer er 0147-26-410 kt 6501820229.