Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hvetja UMFG til að sækja um landsmót
Laugardagur 10. apríl 2010 kl. 12:43

Hvetja UMFG til að sækja um landsmót


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindvíkingar hafa áhuga á að sækja um að halda unglingalandsmót Ungmennafélags Íslands, UMFÍ en sem kunnugt er drógu Vogar sig út úr umsóknarferli fyrir mótið 2012.

Á fundi íþrótta og æskulýðsnefndar var lögð fram greinargerð frá kynningarfundi sem fulltrúar UMFÍ héldu þann 9. mars sl. til að kynna unglingalandsmót UMFÍ. Íþrótta- og æskulýðsnefnd telur að það yrði mjög jákvætt fyrir bæjarfélagið ef unglingalandsmót yrði haldið í Grindavík.

Vissulega fylgir því töluverður kostnaður en á móti kemur að tekjur af mótinu gætu orðið verulegar bæði fyrir framkvæmdaraðila, bæjarfélagið og þjónustuaðila. Uppbygging frjálsíþróttaaðstöðu yrði veruleg til bóta og myndi nýtast bæjarbúum öllum til almennrar líkamræktar, s.s. fyrir göngu og hlaup að móti loknu.

Ef aðalstjórn UMFG tekur þá ákvörðun á næstu árum að sækja um að halda mótið hvetur nefndin bæjaryfirvöld að skoða það með jákvæðum hætti að stutt verði við þá umsókn. Nefndin vill jafnframt hvetja aðalstjórn UMFG til að skoða það að sótt verði um að halda unglingalandsmót í Grindavík á næstu árum, t.d. á 80 ára afmæli UMFG. Þetta kemur fram á grindavik.is