Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Hverjir eru bestu Þróttarar landsins?
Föstudagur 11. apríl 2014 kl. 07:01

Hverjir eru bestu Þróttarar landsins?

Þróttur Reykjavík og Þróttur Vogum mætast í vináttuleik í knattspyrnu þriðjudaginn 15. apríl n.k. á gervigrasvellinum í Laugardal. Félögin hafa ákveðið að tengjast traustari böndum og gerast vinafélög. Fyrir hvert tímabil framvegis munu þau mætast í leik þar sem sigurvegarar fá nafnbótina Þróttarar ársins. Einnig er þetta gert fyrir stuðningsmenn félaganna sem geta komið saman og hitað upp fyrir komandi tímabil.

Köttarar frá Reykjavík eru þekktir fyrir sína frábæru stemningu en ekki má gleyma stuðningsmannafélagi Vogamanna sem vakti mikla athygli á síðasta ári. Stuðningssveit Vogamanna fékk nafnið Brekkan í lok sumars. Stuðningsmenn félaganna eru hvattir til að taka þátt í Þróttaradeginum og gíra sig upp fyrir sumarið. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og kveikt verður á grillinu klukkan 18:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024