Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hver verður íþróttamaður Grindavíkur 2011?
Miðvikudagur 21. desember 2011 kl. 16:31

Hver verður íþróttamaður Grindavíkur 2011?

Kjöri á íþróttamanni og konu ársins 2011 í Grindavík verður lýst á gamlársdag í hófi í Hópsskóla. Rétt til að tilnefna hafa allar deildir UMFG sem og íþróttafélög í Grindavík sem eru aðilar að Íþróttabandalagi Suðurnesja. Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir þá sem léku sína fyrstu landsleiki á árinu, Íslandsmeistarar ársins verða heiðraðir og öllum deildum innan UMFG og íþróttafélögum í Grindavík sem eru innan ÍS er heimilt að tilnefna ungmenni sem hljóta svokölluð hvatningarverðlaun Afrekssjóðs Grindavíkur og UMFG og verður það tilkynnt við kjörið.

Eftirtaldir aðilar hafa verið tilnefndir:

Íþróttamaður ársins
Alexander Magnússon frá knattspyrnudeild
Bergvin Ólafarson frá ÍG
Björn Lúkas Haraldssson frá júdódeild
Davíð Arthur Friðriksson frá Golfklúbbi Grindavíkur
Ólafur Ólafsson frá körfuknattleiksdeild
Óskar Pétursson frá knattspyrnudeild
Páll Axel Vilbergsson frá körfuknattleiksdeild

Íþróttakona ársins
Anna Þórunn Guðmundsdóttir frá knattspyrnudeild
Berglind Anna Magnúsdóttir frá körfuknattleiksdeild
Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir frá knattspyrnu- og kröfuknattleiksdeild
Sunneva Jóhannsdóttir frá sundeild
Svanhvít Helga Hammer frá Golfklúbbi Grindavíkur
Ylfa Rán Erlendsdóttir frá taekwondódeild.


Grindavík.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024