Hvar eru bestu stuðningsmennirnir?
Landsbankinn mun standa fyrir sérstakri keppni meðal stuðningsmanna liðanna í úrvalsdeildinni í sumar. Þessi nýjung var kynnt á kynningarfundi KSÍ fyrir Landsbankadeildina í gær.
Fulltrúar KSÍ og Landsbankans munu skera úr um hverjir séu bestu stuðningsmennirnir með tilliti til eftirfarandi þátta:
-Hávær, öflugur og samstilltur stuðningur
-Að stuðningsmenn séu vel merktir sínu félagi
-Prúðmannleg og drengileg framkoma stuðningsmanna.
Verðlaun verða veitt fyrir besta stuðningsmannahóp eftir fyrstu sex umferðirnar, fyrir umferðir 7-12 og fyrir síðustu sex umferðirnar. 100.000 krónur eru í boði í hvert skipti og mun besta stuðningsmannaliðið fyrir tímabilið í heild fá 200.000 krónur í verðlaun frá Landsbankanum. Öll peningaverðlaunin renna til starfs yngri flokka innan félaganna sem vinna.
Þetta framtak á eflaust eftir að setja skemmtilegan svip á deildina í sumar og er næsta víst að Suðurnesjamenn eiga ekki eftir að láta sitt eftir liggja.
Fulltrúar KSÍ og Landsbankans munu skera úr um hverjir séu bestu stuðningsmennirnir með tilliti til eftirfarandi þátta:
-Hávær, öflugur og samstilltur stuðningur
-Að stuðningsmenn séu vel merktir sínu félagi
-Prúðmannleg og drengileg framkoma stuðningsmanna.
Verðlaun verða veitt fyrir besta stuðningsmannahóp eftir fyrstu sex umferðirnar, fyrir umferðir 7-12 og fyrir síðustu sex umferðirnar. 100.000 krónur eru í boði í hvert skipti og mun besta stuðningsmannaliðið fyrir tímabilið í heild fá 200.000 krónur í verðlaun frá Landsbankanum. Öll peningaverðlaunin renna til starfs yngri flokka innan félaganna sem vinna.
Þetta framtak á eflaust eftir að setja skemmtilegan svip á deildina í sumar og er næsta víst að Suðurnesjamenn eiga ekki eftir að láta sitt eftir liggja.