Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Hvað er í gangi Keflavíkurstúlkur? - fjórða tapið í röð
Fimmtudagur 29. október 2009 kl. 11:55

Hvað er í gangi Keflavíkurstúlkur? - fjórða tapið í röð


„Það er erfitt að vinna besta lið deildarinnar þegar við skorum bara 17 stig í seinni hálfleik. Svo munar auðvitað um besta leikmann deildarinnar í fyrra, hvort hún er á bekknum eða ekki,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfu í gærkvöldi. Keflvíkingar skoruðu aðeins 46 stig í gærkvöldi þegar Keflavík og KR mættust í Keflavík. Keflvíkurliðið hefur því tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni.


Í hálfleik var aðeins fjögurra stiga munur á liðinum, 34-30 fyrir KR. Í þriðja leikhluta skildu leiðir þegar KR stúlkur tóku feiknagóðan leikkafla sem Keflavíkurliðið átti engin svör við. Þá var ljóst í hvað stefndi og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna, 62-46. Bandaríski leikmaður Keflavíkur, Viola Beybeyah skoraði 26 stig og skoraði þannig meira en allir hinir leikmenn liðsins. Hún stóð sig ágætlega en ekki verður það sama sagt um hinar. Að vísu hefur Birna verið meidd að undanförnu og hún lék ekkert í seinni hálfleik og munar þar um minna. Í fyrri hálfleik var leikurinn í járnum. Birna skoraði 7 stig og Bryndís Guðmundsdóttir sem er nýkominn heim aftur eftir stutta Belgíuför skoraði 6 stig og á mikið inni. En það er ljóst að Jón Halldór og Keflavíkurdömur verða að fara að girða sig í brók eftir fjóra tapleiki í röð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bryndís Guðmundsdóttir horfir á eftir boltanum fara útaf. Dæmigert fyrir gang mála hjá Keflavíkurliðinu í upphafi móts. VF-myndir/Páll Orri.

Birna í baráttunni við fyrrum Keflavíkurdömu, Margréti Köru Sturlaugsdóttur en hún skoraði mest hjá KR, 13 stig.

Eva Rósa Guðmundsdóttir er ein af ungum og bráðefnilegum stelpum í Keflavíkurliðinu. Hún lék í 11 mínútur og skoraði 2 stig.


---

Mynd úr safni