Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Húsatóftavöllur kemur vel undan vetri
Fimmtudagur 5. maí 2011 kl. 09:21

Húsatóftavöllur kemur vel undan vetri

Þann 1. maí sl. var formleg sumaropnun á Húsatóftavelli þannig að kylfingar gátu tekið gleði sínu á ný enda byrjað að nota sumarflatirnar. Sigurður Jónsson sigraði á fyrsta stigamóti sumarsins sem haldið var í ágætisveðri á Húsatóftavelli. Hann lék hringinn á 37 punktum líkt og Kristinn Sörensen en var á betra skori á síðari 9 holunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þess má geta að Kristinn lék völlinn á 72 höggum og var það besta skorið án forgjafar. Í þriðja sæti varð Ellert Magnússon á 36 punktum eins og nokkrir aðrir en var á besta skorinu á síðari 9.


Þann 1. maí var einnig haldið punktamót. Um það segir á heimasíðu GG:


,,Jón Gauti sigraði loksins í móti á vegum Golfklúbbs Grindavíkur. Hann hafði lengi beðið eftir því að hrósa sigri og var orðinn fremur vondaufur að sá draumur yrði að veruleika. En viti menn!!! Hann spilaði eins og engill í blíðskaparveðri á meðan snjór huldi alla golfvelli á Reykjavíkursvæðinu. Jón Gauti lék hringina á 39 punktum og þýðir lækkun, og það í fyrsta móti. Í öðru sæti varð Ellert Magnússon á 38 punktum og í því þriðja varð Þorlákur Halldórsson. Davíð Arthúr Friðriksson lék best án forgjafar á 72 höggum."


Völlurinn er allur að koma til og gaman að sjá svo marga taka þátt í mótinu ásamt þeim gestum sem nutu þess að spila við góðar aðstæður að því er fram kemur á heimasíðu GG. Flatir hafa verið sandaðar og borinn á áburður sem hefur haft góð áhrif á sprettuna. Það má með sanni segja að völlurinn kemur vel undan vetri og er í betra ásigkomulagi en í fyrra enda fagmenn sem sinna vallarmálum hér í Grindavík.


Þetta lofar góðu fyrir framhaldið og menn almennt mjög ánægðir hvernig staðan er á vellinum. Völllurinn er að sjálfsögðu opinn fyrir almenning og stutt er frá höfuðborgarsvæðinu þannig að kylfingar væru ekki sviknir af því að kíkja til Grindavíkur og spila völlinn.


Næsta mót er sunnudaginn 8. maí og - Blue Lagoon open sem er með punktafyrirkomulagi.