Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Húsasmiðjan í hóp aðalstyrktaraðila Njarðvíkinga
Miðvikudagur 25. janúar 2006 kl. 14:43

Húsasmiðjan í hóp aðalstyrktaraðila Njarðvíkinga

Húsasmiðjan er komin í hóp aðalstyrktaraðila KKD Njarðvíkur en samningur þess efnis var undirritaður í gær á skrifstofu deildarinnar. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá félaginu.

Húsasmiðjan verður á meðal aðalstyrktaraðila næstu 3 árin og munu leikmenn liðsins m.a. bera merki Húsasmiðjunnar á búningum sínum. Í tilkynningunni segir ennfremur að KKD Njarðvíkur fagni samstarfinu sem báðir aðilar bindi miklar vonir við.

fréttatilkynning
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024