Humarveisla hjá Valgerði
„Augað skiptir jafn miklu máli og bragðlaukarnir,“ segir fagurkerinn úr Grindavík
Grindvíkingurinn Valgerður Vilmundardóttir er höfðingi heim að sækja. Hún heldur reglulega matarboð þar sem hugað er að öllum smáatriðum við borðbúnaðinn. Borðið er ekki bara einstaklega vel skreytt heldur er maturinn algjört lostæti. Valgerður deilir hér tveimur frábærum réttum með humarívafi með lesendum Víkurfrétta. Valgerður, sem er umsjónarmaður verslunar Lyfju í Grindavík, er afkastamikil og dugleg í eldhúsinu og eldar nánast alla daga. Hún hefur ægilega gaman af því að baka og þá verður brauð ansi oft fyrir valinu.
„Ég hef mjög gaman af því að fá fólk heim í mat. Mest finnst mér gaman af alls kyns smáréttum,“ segir Valgerður. Þá notast hún mikið við litlar flöskur og krukkur, en hún segist safna slíkum munum. Hún segist alla tíð hafa verið mikill gestgjafi sem vill hafa matinn fallega fram settan. Smáatriðin skipta öllu máli að mati Valgerðar. Hún hefur jafnan sérstakt þema þegar matargesti ber að garði. Hún á það til að föndra talsvert og gestirnir eru svo oftar en ekki leystir út með gjöfum. „Það er allt betra sem er fallegt líka. Augað skiptir jafn miklu máli og bragðlaukarnir.“ Hún viðurkennir að það þyki nokkuð eftirsóknarvert að komast í mat til hennar, en meðal gesta eru vinnufélagar, vinkonur, frænkur og aðrir fjölskyldumeðlimir.
Humarpítsan er rosalega vinsæl
Valgerður gerir oft gómsætar smá-humarpítsur sem eru afskaplega vinsælar hjá gestum. „Það eru allir vitlausir í þessar pítsur nema ég,“ segir hún létt í bragði. „Ég elska humar en er komin með ógeð af pítsunni,“ segir hún og skellir upp úr. Pítsurnar hefur hún gert svo oft í gegnum tíðina, enda er óhætt að segja að þær séu hennar sérréttur. Valgerður gerir einnig oft humarpasta og segir það vinsælt meðal matargesta og fjölskyldunnar. Blaðamaður var svo lánsamur að fá að smakka bæði humarpítsu og súkkulaðiköku á dögunum og getur vottað fyrir að hvort tveggja bragðaðist unaðslega. Pítsurnar eru það smáar að þær eru nánast bara einn munnbiti og hreinlega bráðna í munni.
	.jpg) Humarpítsa
Humarpítsa
Hitið vatnið að 37°C og leysið gerið upp í því. Bætið hunangi við. Blandið þurrefnum saman og hnoðið svo saman við vökvann og látið hefast í 1/2 til 1 klst á hlýjum stað. Einnig er hægt að nota tilbúna pítsubotna. Fletjið botninn þunnt í meðastóra pítsu, eða gerir litlar pítsur ef ætlunin er að hafa þær sem forrétt. Merjið hvítlauk og setjið út í olíuna. Setjið a.m.k. 2 matskeiðar af hvítllauksolíunn yfir pítsubotninn og bakið hann í ofni þar til hann er orðinn ljósbrúnn (ekki alveg fullbakaður). Setjið þá humarhalana á botninn og bakið áfram í 2-3 mínútur eða þar til humarinn er orðinn alveg hvítur. Skerið humarinn í tvennt ef hann er mjög stór. Takið pítsuna úr ofninum þegar hún er bökuð og dreifið klettasalati yfir hana eftir smekk. Rífið parmesanost yfir. Hellið að lokum afgangnum að hvítlauksolíunni yfir og kryddið með nýmuldum pipar og salti.
Humarpasta
	.jpg) Sósan
Sósan
	3 dl humarsoð 2-3 tsk Oskar humarkraftur
	3 dl hvítvín
	2,5 dl rjómi
	væn skvetta af koníaki eða dökku rommi
	cayennepipar
	2-3 msk hvítlaukostur
Setjð humarsoð, koníaki og hvítvín í pott og sjóðið niður um allt að 2/3. Bætið rjómanum saman við og sjóðið niður áfram um ca helming eða þar til að sósan er orðin þykk og fín. Bragðið til með cayennepipar.
Pasta
	humarhalar
	steinselja
	hvítlaukur
	smjör
	Tagliatelle (pasta)
	parmesan
	Eldið humarhalana að vild. Steikið, grillið eða eldið í ofni ásamt smjöri, hvítlauk og steinselju.
	Sjóðið pasta. Blandið sósunni saman við pastað ásamt fínt saxaðri steinselju, setjið á diska og humarhalana yfir. Berið fram ásamt nýrifnum parmesan.
Brauð
	500 gr. Hveiti
	15 gr. Salt
	3 matskeiðar jómfrúarolía
	300 ml. ylvolgt vatn
	15 gr. þurrger
	15 gr. sykur
	15-20 svartar ólífur
	Salt og pipar
	20-30 rósmarínnálar
	Fyrir 3-4 samlokur
	2-3 þroskaðir tómatar
	1 mozzarellaostur
	Nokkur basillauf
	2-3 matskeiðar jómfrúarolíu
	Vekið gerið í ylvolgu vatni og bætið við sykrinum
	Blandið því næst hveitinu, saltinu og jómfrúarolíu í skál
	Hellið vökvanum í hveitið og hnoðið vel saman
	Látið hefast í rúma klukkustund þar til deigið hefur rúmlega tvöfaldast að stærð
	Fletjið deigið ofan í olíusmurða ofnskúffu og myndið grópir með fingrunum
	Raðið ólífunum á deigið, dreifið jómfrúaroliúnni yfir, saltið og piprið og sáldrið rósmaríninu á milli. Látið hefast í þrjú korter.
	Bakið í 200 gr. heitum forhituðum ofni í 20 mínútur
Ofaná brauðið eru settar 2-3 msk ólífu olía 3 hvítlauksrif gott salt gott að hafa krydd í því. Rífa svo slatta af parmesanosti yfir. Brauðið verður að vera með!
	
	.jpg)
Valgerður segist glugga í matreiðslubækur og skoða matarblogg nokkuð reglulega en þaðan fær hún ferskar hugmyndir. Eldamennskan er þó ekki áhugamál númer eitt hjá okkar konu, henni þykir nefnilega afskaplega gaman að prjóna.
	.jpg)
	.jpg)
	.jpg)
Valgerður hugar að hverju einasta smáatriði þegar hún býður gestum í mat.
	
	 


.jpg) 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				