Hulda Pétursdóttir Íslandsmeistari í borðtennis
Hulda Pétursdóttir frá Íþróttafélaginu NES, félagi fatlaðra á Suðurnesjum
varð Íslandsmeistari í 1. flokki ófatlaðra á Íslandsmóti
Borðtennissambands Íslands.Íslandsmót BTÍ var haldið helgina 3.-4. mars sl. Fatlaðir íþróttamenn
tóku þar þátt og stóðu sig að vanda með sóma, félagar úr Íþróttafélaginu NES fengum 4 verðlaun.
Í 2. flokki kvenna varð Guðrún Ólafsdóttir í 3.-4. sæti af 7 keppendum
og það er góður árangur. Í 2. flokki karla varð Viðar Árnason í 3.-4.
sæti af 42 keppendum og það er mjög góður árangur hjá honum. Hann
tapaði naumlega í undanúrslitum. Í tvíliðaleik kvenna urðu Gyða
Guðmundsdóttir og Áslaug Hrönn Reynisdóttir í 3.-4. sæti af 7 pörum en
þær töpuðu fyrirr Íslandsmeisturunum þeim Halldóru Ólafs og Lilju Rós
Jóhannesdóttur í undanúrslitum. Að lokum varð Hulda Pétursdóttir
Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna. Það voru 9 keppendur í hennar
flokki og vann hún úrslitaleikinn 3-2 í hörkuleik þar sem að oddalotan
fór 12-10 fyrir Huldu. Þetta er mjög góður árangur hjá henni og þetta
sýnir vel að fatlaðir íþróttamenn eiga fyllilega skilið að keppa á mótum
meðal ófatlaðra. Þeir hafa sýnt það í vetur að það er talsverð framför
innan þeirra raða í borðtennis.
varð Íslandsmeistari í 1. flokki ófatlaðra á Íslandsmóti
Borðtennissambands Íslands.Íslandsmót BTÍ var haldið helgina 3.-4. mars sl. Fatlaðir íþróttamenn
tóku þar þátt og stóðu sig að vanda með sóma, félagar úr Íþróttafélaginu NES fengum 4 verðlaun.
Í 2. flokki kvenna varð Guðrún Ólafsdóttir í 3.-4. sæti af 7 keppendum
og það er góður árangur. Í 2. flokki karla varð Viðar Árnason í 3.-4.
sæti af 42 keppendum og það er mjög góður árangur hjá honum. Hann
tapaði naumlega í undanúrslitum. Í tvíliðaleik kvenna urðu Gyða
Guðmundsdóttir og Áslaug Hrönn Reynisdóttir í 3.-4. sæti af 7 pörum en
þær töpuðu fyrirr Íslandsmeisturunum þeim Halldóru Ólafs og Lilju Rós
Jóhannesdóttur í undanúrslitum. Að lokum varð Hulda Pétursdóttir
Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna. Það voru 9 keppendur í hennar
flokki og vann hún úrslitaleikinn 3-2 í hörkuleik þar sem að oddalotan
fór 12-10 fyrir Huldu. Þetta er mjög góður árangur hjá henni og þetta
sýnir vel að fatlaðir íþróttamenn eiga fyllilega skilið að keppa á mótum
meðal ófatlaðra. Þeir hafa sýnt það í vetur að það er talsverð framför
innan þeirra raða í borðtennis.